Þín ferð


Fullt verð: 0 ISK

Algengar spurningar og svör

Við höfum safnað svörum við sumum af þeim spurningum sem farþegar okkar spyrja oftast. Ef þú hefur einhverjar frekari fyrirspurnir vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hafa samband

Hvert er fargjaldið fyrir börn og unglinga?
Unglingar (12-17) greiða 50% af fullu fargjaldi. Börn, 11 ára og yngri, ferðast frítt. Takmarkast við tvö börn með hverjum fullgreiðandi farþega.
Kvöldfluginu mínu seinkar, missi ég af farinu mínu?
Nei, við erum með brottfarir 35 - 45 mínútum eftir að flug lenda. Best er að bóka þannig að við höfum flugnúmerið þitt til að fylgjast með gangi mála.
Fluginu mínu seinkar, missi ég af rútunni?
Nei. Við fylgjumst með tilkynningum Isavia um seinkanir á komu flugvéla og stillum brottfarir eftir þeim. Ef þú átt bókað með okkur og við vitum flugnúmerið þitt vitum við af þér.
Get ég breytt bókun?
Já þú getur sýslað með bókun með því að senda okkur tölvupóst á netfangi iceland@grayline.is nú eða hringt í þjónustuverið í síma +354 540 1313
Þarf ég að panta til að bóka sæti
Það er alltaf öruggara að panta en brottfarir eru tímasettar í kringum öll flug til og frá landinu og við gerum ráð fyrir töluverðum fjölda farþega sem kaupa miða á staðnum.
Er aðgangur að WIFI um borð?
Já, allur floti okkar er útbúinn WIFI tengingum. Það geta verið truflanir á einstaka stað vegna landslags eða skugga sem draga úr sendistyrk farsímakerfa fjarskiptafyrirtækja.
Hvert er mér ekið?
Þú getur valið um að kaupa ferð til eða frá Keflavík, til eða frá umferðamiðstöð Gray Line í Holtagörðum 10, 104 Reykjavik eða keypt ferð þar sem þú velur úr yfir 160 áfangastöðum, þar með öllum helstu hótelum og gistiheimilum.
Hverjar eru stoppistöðvarnar?
Aðalumferðamiðstöð Gray Line Iceland er í Holtagörðum 10.
Af hverju er beðið um flugnúmerið mitt?
Áætlun Airport Express er sniðin að komu og brottför flugvéla. Með þvi að deila með okkur flugnúmerinu þínu hjálpar þú okkur að bregðast við breytingum sem kunna að verða á fluginu þínu.
Hvernig nota ég afsláttarkóða/inneignarkóða?
Í greiðsluferlinu slærð hann inn í innsláttarreit sem merktur er "inneignarkóði".
Hvar er umferðamiðstöð Gray Line Iceland?
Umferðamiðstöð Gray Line er í Holtagörðum (Holtavegi 10)
Get ég tekið reiðhjól með í rútuna?
Hægt er að taka reiðhjól með í rútuna en það kostar 2.500 krónur aukalega